Samningatækni

Seinna misseri.
36 klukkustundir / 52 kennslustundir

LÝSING

Námskeiðið SAMNINGATÆKNI fjallar vítt og breitt um samningatæki og um markvissa beitingu hennar í viðskiptasamingum og í deilu- og áfallastjórnun. Fjöldamargar hagnýtar aðferðir sem stórauka á samingafærni þátttakenda eru kynntar, þær æfðar, og þeim beitt í ólíkum aðstæðum. Á leiðinni er meðal annars rætt um lögmálið um frjáls viðskipti, ákvörðunartöku þegar niðurstaðan er háð öðrum aðila, og ólíkar aðferðir til að ná niðurstöðu með öðrum. Fjallað er um hvernig má líta á samingaumleitanir sem verkefni og sem lagskipt ferli, og um ólíkar gerðir samingaumleitana. Þá er vandlega leiðbeint um undirbúning viðræðna, um hvernig best sé að beita sér í viðræðum, setja fram tilboð og bregðast við tilboðum, komast að samkomulagi og hvað einkenni góðann samning. Í seinni hluta námskeiðsins er leiðbeint um hvernig má beita samingatækni í deilustjórnun og í áfallastjórnun. Að endingu er allt ofangreind, og reyndar margt fleira því tengt, sett í samhengi og greint hvernig hagnýta efni námskeiðsins í þágu persónulegs metnaðar og í þágu blómlegs mannlífs.

UMSJÓN

 • Dr Haukur Ingi Jónasson (Netfang: haukur hjá ncg.is).
 • Gestakennarar sem kynntir verða í námskeiðinu.
 • Viðtalstímar í lok kennslustunda eða samkvæmt samkomulagi.

NÁMSMARKMIÐ

Við lok námskeiðsins á þátttakandinn að hafa:

 • Tilgreina ólíkar aðferðir í samingatækni og kosti þeirra og galla.
 • Lýsa tengslum samingatækni, deilu- og áfallastjórnunar.
 • Ræða um lögmálið um frjáls viðskipti og ákvarðanatöku með öðrum.
 • Lýsa samingaumleitan sem verkefni, ólíkum stigum og ólíkum lögum í samningaumleitan.
 • Fjalla um þá þætti sem skipta máli á hverju stigi í samingaumleitan (við undirbúning, viðræður,
  á tilboðsstigi, samkomulagsstigi og samingsstigi.
 • Útskýra meginþætti ágreinings- og deilustjórnunar og ólíka afstöðu fólks til þessa.
 • Útskýra meginþætti áfallastjórnunar og hvort, hvernig og hvenær beita má samingatækni í áfallaaðstæðum.
 • Skilja mikilvægi þess að þekkja ólíkar aðferðir í samingatækni, kosti þeirra og galla.
 • Samnýta þekkingu sína á tengslum samingatækni, deilu- og áfallastjórnunar með markvissum hætti.
 • Byggja markvisst upp viðskiptatengsl sín á grundvelli lögmálsins um frjáls viðskipti og nýta þekkingu sína á ákvarðanatöku með öðrum.
 • Skilja mikilvægi þess að líta á samingaumleitan verkefni og sem stigskipt og lagskipt ferli.
 • Hafa yfirsýn yfir alla þá þætti sem máli skipta á hverju stigi í samingaumleitan (við undirbúning, viðræður, á tilboðsstigi, samkomulagsstigi og samingsstigi.
 • Tengja ágreinings- og deilustjórnun við samingatækni.
 • Verja þá afstöðu að líta megi á áfallastjórnun sem mikilvægan þátt í áfallastjórnun
  Meta hvort, hvernig og hvenær beita má samingatækni í áfallaaðstæðum.
 • Nýta þekkingu sína á ólíkum aðferðir í samingatækni í ólíkum aðstæðum.
 • Beita samingatækni, deilu- og áfallastjórnunar með markvissum hætti.
 • Leiðbeina viðskiptafélögum og saminganefndum um mikilvægi heiðarlegra og frjálsra viðskipti og hvernig það nýtist í ákvarðanatöku með öðrum.
 • Vinna sjálfstætt að líta á samingaumleitan verkefni og sem stigskipt og lagskipt ferli.
 • Vinna sjálfstætt með alla þá þætti sem máli skipta á hverju stigi samingaumleitunar (við undirbúning, viðræður, á tilboðsstigi, samkomulagsstigi og samingsstigi.
 • Leiða teymi í ágreinings- og deilustjórnunnarverkefnum.
  Leiða teymi í áfallastjórnunarverkefnum þar sem viðeigandi er að nýta aðferðir samingatækni.

NÁMSEFNI

 • Haukur Ingi Jónasson og Gavin Kennedy, Samingatæki: Samingar, deilur, áföll, JPV útgáfa, Reykjavík, 2016. Öll bókin.
 • Ítarefni er kynnt þátttakendum í námskeiðinu.
 • Nemendur fá fyrirlestraslæður afhentar á pdf-formi ýmist fyrir eða eftir kennslu.
 • Á Facebook-síðu námskeiðsins er samfélag nemenda sem hafa tekið sambærilegt námskeið hjá Nordica ráðgjöf ehf (NCG: Negotiations for Integrative Progress)

Kennslufyrirkomulag

Kennt er í 9 lotum, sem eru þessar:

 1. Samningar, deilur og áföll
 2. Ákvarðanir og frjáls viðskipti
 3. Undirbúningur viðræðna
 4. Vald í samningaviðræðum
 5. Viðræðustjórnun
 6. Áhrifavald og þekkt kænskubrögð
 7. Samingatækni í deilustjórnun
 8. Samningatækni í áfallastjórnun
 9. Heildarmyndin

KENNSLA

 • Í námskeiðinu er notast við aðferðir spegilnáms. Allir fyrirlestrar námskeiðsins eru aðgengilegir nemendum á sérstökum lokuðum námskeiðsvef.
 • Ætlast er til þess að nemendur mæti undirbúnir í tíma og hafi hlustað á veffyrirlestra samkvæmt námskeiðsáætlun, og kynnt sér lesefni kennslubókar. Þetta er nauðsynlegt því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í hópstarfi og umræðum.
 • Sá hluti námskeiðsins sem fer fram í kennslustofu snýst um umræður og útdýpkun námsefnisins og verkefnavinnu. Nemandinn fær jafnframt tækifæri til að þjálfa sig í framsögn, kynningum, hópavinnu og fundatækni.
 • Nemendum er skipt upp í vinnuhópa strax á fyrsta degi og unnið er með raunhæf verkefni.
 • Í seinustu lotu kynnir hver hópur afrakstur starfsins og leggur fram skýrslu.
 • Tími í kennslustofu skiptist í a) vinnu undir handleiðslu kennara, umræður, útdýpkun námsefnis og leiðbeiningu í verkefnavinnu og b) hópvinnu nemendahópa án viðveru kennara. Nánari grein verður gerð fyrir þessu fyrirkomulagi í fyrsta kennslutíma.

NÁMSMAT

Gefið er STAÐIÐ/EKKI STAÐIÐ fyrir námskeiðið. Við mat á árangri er stuðst við eftirfarandi þætti:

Í lok námskeiðsins er lagt fyrir klukkustundar langt krossapróf. Spurt er bæði um efni kennslubókar og um það sem unnið var með í tímum. Nánar um krossaprófið er að finna hér.
Hver þátttakandi heldur námsdagbók og gerir í henni grein fyrir því hvernig hann/hún er að tileikna sér námsefnið í daglegu lífi. Bókinni skal skilað í síðustu lotu námskeiðsins.
Nemendahópar skili greinargerð þar sem þeir rýna siðfræðilegt álitamál og taka rökstudda afstöðu til þess.
Lögð er rík áhersla á að nemendur mæti í tíma og séu vel með á nótunum. Til að standast námskeiðið þarf nemandi að mæta að minnsta kosti 75% nema ef um annað er samið við kennara vegna sérstakra aðstæðna. Athugið að tekið er mið af þátttöku í sameiginlegum verkefnum og þátttakandi sem ekki sýnir samstarfi við aðra áhuga mun ekki ljúka námskeiðinu. Mætingalistar ganga um bekkinn í hverjum tíma og þátttakendur merkja við nafn sitt til staðfestingar á viðveru sinni.

UMFANG

 • Námskeiðið SAMINGATÆKNI er hannað eins og það væri 6 ECTS-eininga námskeið í grunnnámi á háskólastigi samkvæmt Bologna-viðmiðunum um æðri menntun. Reiknað með að miðlungs þátttakandi leggi á sig um 120 klukkustunda vinnu í námskeiðinu. Miða má við að hver þátttakandi leggi fram 36 klukkustundir í tímasókn, 36 klukkustundir í lestur og persónulega tileinkun námsefnis, og 48 klukkustundir í verkefnavinnu.
 • Að námi loknu fá nemendur afhent skírteini ásamt yfirlýsingu frá Nordica ráðgjöf ehf. sem lýsir inntaki námskeiðsins, kröfum og námsmati. Þátttakendur geta sýnt þessi gögn vinnuveitendum, og menntastofnunum ef hugur þeirra stendur til framhaldsnáms á þessu sviði.