Markþjálfun

Fyrra misseri.
36 klukkustundir / 52 kennslustundir

LÝSING

Námskeiðið MARKÞJÁLFUN tekur fyrir helstu þætti markþjálfunar og fjöldamargar aðferðir sem beita má til að tryggja árangur; bæði persónulega og með öðrum. Námskeiðið sjálft er ævintýrlegt ferðalag í átt til persónulegs árangurs þar sem kynntar eru margvíslegar og ólíkar aðferðir sem miða að því leysa vandamál, taka af skarið, keppa að settu marki, og aðstoða aðra við að gera slíkt hið sama. Námskeiðið gefur þannig yfirsýn bæði yfir ýmsar sjálfshjálparaðferðir og leiðbeinir um skynsamlega hagnýtingu þeirra þegar keppt markvisst að settu marki. Þessar aðferðir eru æfðar, þeim beitt til persónulegs árangur og til að stuðla að árangri annarra þátttakenda. Sérstaklega er sýnt fram á hvernig nýta má kenningar úr menntafræðum, stjórnunarfræðum og verkefnastjórnunarfræðum til að tryggja árnagur. Allt þetta er sett í samhengi við merkingarbært líf og tilgang mannlegs lífs. Námskeiðið endar á því að allt tekið saman og skilgreint hvernig hagnýta má námsreynsluna inn í framtíðina.

UMSJÓN

  • Dr Haukur Ingi Jónasson (netfang: haukur hjá ncg.is).
  • Gestakennarar sem kynntir verða í námskeiðinu.
  • Viðtalstímar í lok kennslustunda eða samkvæmt samkomulagi.

NÁMSMARKMIÐ

Við lok námskeiðsins á þátttakandinn að hafa:

  • Tilgreina margvíslegar aðferðir sem miða að því að auka persónulegan metnað, skapa persónulegan ávinning og benda á kosti þeirra og galla.
  • Lýsa tengslum markþjálfunar við persónulegan árangur og afköst.
  • Ræða gagnrýnið um mikilvægi þess að stuðla að persónulegum árangri bæði fyrir sjálfan sig og aðra.
  • Lýsa markþjálfunarferlinu sem verkefni og setja það í samhengi við aðrar aðferðir sem stuðla að persónulegum framlegð, skilvirkni og árangri.
  • Fjalla um það sem skiptir máli þegar kemur að því að auka á persónlegan árangur sjálfs sín og annarra.
  • Útskýra meginþætti markþjálfunar og lýsa möguleikum hennar og takmörkunum.
  • Útskýra hvernig má nota ólíkar aðferðir til að stuðla að auknum metnaði, ávinningi og þroska.
  • Skilja mikilvægi persónulegs metnaðar, skilvirkni og ávinnings, og geta stuðlað að þessu án þess að falla í þær gildrur sem þessu geta fylgt.
  • Samnýta þekkingu sína á markþjálfun og ólíkum sjálfshjálparaðferðim með markvissum hætti.
  • Byggja upp tengsl sín við aðra með virðingu og árnangur að leiðarljósi.
  • Skilja mikilvægi þess að líta á marksækni í átt árangurs sem verkefni og geta nýtt sér haldbærar aðferðir í þessa þágu.
  • Hafa yfirsýn yfir þá þætti sem máli skipta máli á hverju stigi í markþjálfunarferlinu og hafa jafnframt yfirsýn yfir verkefnið allt.
  • Tengja saman og samnýta ólíkar aðferðir í þágu persónulegs þroska með það að markmiði að hámarka möguleika og tryggja árangur skynsamlega.
  • Verja þá afstöðu að vert sé að stuðla bæði að persónulegum árangri og að árangri allra annarra sem starfa heiðarlega.
  • Meta hvort, hvernig og hvenær beita má aðferðunum í sínu eigin lífi og í lífi annars fólks.
  • Nýta þekkingu sína á ólíkum aðferðir í markþjálfun og til að ná persónulegum árangri í ólíkum aðstæðum.
  • Beita helstu markþjálfunaraðferðum og sjálfshjálparaðferðum með markvissum hætti með það að markmiði að stuðla að persónulegum árangri og döngun.
  • Leiðbeina öðrum í að beita helstu markþjálfunaraðferðum og sjálfshjálparaðferðum með markvissum hætti með það að markmiði að stuðla að árangri og döngun í þeirra lífi.
  • Vinna sjálfstætt með alla þá þætti sem máli skipta í markþjálfunar og við tileinkun fjölamargra ólíkra sjálfshjálparaðferða.
  • Leiða teymi með aðferðum markþjálfunar með árangur að markmiði.

Námsefni

  • Matilda Gregersdottir, Arnór Másson og Haukur Ingi Jónasson, Markþjálfun, Vilji, vit, vissa, JPV útgáfa, Reykjavík, 2013. Öll bókin.
  • Ítarefni er kynnt þátttakendum í námskeiðinu.
  • Nemendur fá fyrirlestraslæður afhentar á pdf-formi ýmist fyrir eða eftir kennslu.
  • Á Facebook-síðu námskeiðsins er samfélag nemenda sem hafa tekið sambærileg námskeið hjá Nordica ráðgjöf ehf.
    (NCG: Coaching for Personal Success).

KENNSLUÁÆTLUN

Námið samanstendur af 9 lotum, sem eru þessar:

  1. Árangursmiðun og marksækni
  2. Mikilvægi tilgangs og merkingar
  3. Samningur um árangur
  4. Samvinna um árangur
  5. Hugarafl og marksækni
  6. Virkjun hugarafls
  7. Einurð og einbeiting
  8. Sjóndeildarhringurinn víkkaður
  9. Stjórnun framfara og ábyrgðar

KENNSLA

  • Í námskeiðinu er notast við aðferðir spegilnáms. Allir fyrirlestrar námskeiðsins eru aðgengilegir nemendum á sérstökum lokuðum námskeiðsvef.
  • Ætlast er til þess að nemendur mæti undirbúnir í tíma og hafi hlustað á veffyrirlestra samkvæmt námskeiðsáætlun, og kynnt sér lesefni kennslubókar. Þetta er nauðsynlegt því gert er ráð fyrir virkri þátttöku í hópstarfi og umræðum.
  • Sá hluti námskeiðsins sem fer fram í kennslustofu snýst um umræður og útdýpkun námsefnisins og verkefnavinnu. Nemandinn fær jafnframt tækifæri til að þjálfa sig í framsögn, kynningum, hópavinnu og fundatækni.
  • Nemendum er skipt upp í vinnuhópa strax á fyrsta degi og unnið er með raunhæf verkefni.
  • Í seinustu lotu kynnir hver hópur afrakstur starfsins og leggur fram skýrslu.
  • Tími í kennslustofu skiptist í a) vinnu undir handleiðslu kennara, umræður, útdýpkun námsefnis og leiðbeiningu í verkefnavinnu og b) hópvinnu nemendahópa án viðveru kennara. Nánari grein verður gerð fyrir þessu fyrirkomulagi í fyrsta kennslutíma.

NÁMSMAT

Gefið er STAÐIÐ/EKKI STAÐIÐ fyrir námskeiðið. Við mat á árangri er stuðst við eftirfarandi þætti:

Krossapróf úr efni námskeiðsins: Í lok námskeiðsins er lagt fyrir klukkustundar langt krossapróf. Spurt er bæði um efni kennslubókar og um það sem unnið var með í tímum. Nánar um krossaprófið er að finna hér.
Einstaklingsverkefni #1: Hver þátttakandi heldur námsdagbók þar sem hann/hún gerir grein fyrir því hvernig hann/hún tileiknar sér námsefnið í daglegu lífi og hvaða árangur er að nást. Bókinni skal skilað í síðustu lotu námskeiðsins.
Einstaklingsverkefni #2: Hver nemandi skilar greinargerð þar sem hann/hún lýsir

  • þeim persónulega metnaði, ávinningi og árangri sem hann/hún hefur náð í námskeiðinu,
  • (b) hvernig hann/hún ætlar að nýta sér þekkinguna úr námskeiðinu í eigin þágu og annarra.
Ástundun og mæting: Lögð er rík áhersla á að nemendur mæti í tíma og séu vel með á nótunum. Til að standast námskeiðið þarf nemandi að mæta að minnsta kosti 75% nema ef um annað er samið vegna sérstakra aðstæðna. Tekið er mið af þátttöku í sameiginlegum verkefnum nemenda og þátttakandi sem ekki sýnir fullan áhuga á samstarfi við aðra mun ekki ljúka námskeiðinu. Mætingalistar ganga um bekkinn í hverjum tíma og þátttakendur merkja við nafn sitt til staðfestingar á viðveru sinni.

UMFANG

  • Námskeiðið MARKÞJÁLFUN er hannað líkt og 6 ECTS-eininga námskeið í grunnnámi á háskólastigi (BA/BS) samkvæmt Bologna-viðmiðunum um æðri menntun.
  • Reiknað er með að miðlungs þátttakandi leggi á sig um 120 klukkustunda vinnu í námskeiðinu (um það bil 36 klukkustundir í tímasókn, 36 klukkustundir í lestur og persónulega tileinkun námsefnis, og 48 klukkustundir í verkefnavinnu).
  • Að námi loknu fá nemendur afhent skírteini ásamt yfirlýsingu frá Nordica ráðgjöf ehf sem lýsir inntaki námskeiðsins, kröfum þess og námsmati. Þátttakendur geta nýtt þessi gögn gagnvart vinnuveitendum, og sýnt þau menntastofnunum ef hugur þeirra stendur til framhaldsnáms.